Er gott að búa í Kópavogi fyrir yngstu kynslóðina? Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 29. apríl 2022 07:31 Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar