Gjörsamlega aftengt stjórnmálafólk Trausti Magnússon skrifar 30. apríl 2022 12:00 Ég heiti Trausti Breiðfjörð Magnússon og er 26 ára námsmaður og vinn sem stuðningsfulltrúi. Ég ólst upp í Grafarvogi í blokkaríbúð með foreldrum mínum sem síðan skildu þegar ég var átta ára. Þá bjó ég mest með mömmu í íbúð sem hún gat keypt því hún fékk fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum, annars hefðum við sennilega verið föst á leigumarkaði þannig að blessunarlega tókst það. Við vorum að reyna að nurla pening saman til að geta fengið íbúð. Þetta mótaði mig sem barn. Það var hægt þar sem hún fékk fyrirframgreiddan arf frá foreldrum og þannig höfðum við allavegana þetta skjól, að þurfa ekki alltaf að vera að flytja á milli staða endalaust. Að því leyti höfðum við það gott miðað við mjög marga en sáum samt á sama tíma að fullt af vinum og aðrir þurftu ekki að hafa áhyggjur af svona málum. Það var alveg ströggl á heimilinu og mamma vann í mötuneyti, hún er með gigt og eldaði mat fyrir fólk, tugi manns, þegar mest var voru þau um 70 í mat. Hún var ein í þessu og kom oft heim mjög þreytt eftir vinnu, oftast með afgang af matnum. Þannig var líka hægt að spara pening. Mamma upplifði álag og kvíða, sem hafði auðvitað áhrif á mig líka. Stéttaskiptingin í hverfinu hafði mikil áhrif á mig þegar ég lít til baka. Ég var í Foldaskóla og man að hverfið var frekar blandað. Sumir vinir mínir áttu efnaða foreldra og áttu heima í stórum einbýlishúsum, en á sama tíma var ég í lítilli blokkaríbúð með mömmu. Þegar ég lít til baka skammaðist ég mín kannski fyrir að búa í lítilli íbúð og maður vildi helst ekki bjóða vinum sínum í heimsókn út af því. Yfirborðskennd deilumál sem ráða öllu Ég er orðinn mjög þreyttur á flokkunum í ráðhúsinu og þeirra eilífu afneitun á óréttlætinu sem hefur fengið að viðgangast ár eftir ár.. Sömu deilurnar um mál sem efri millistéttinni finnst skemmtilegast að þrasa um. Endalaust tal um Sundabraut, flugvöllinn í Vatnsmýri, borgarlínu og „skemmtilega borg“, hvað sem það á nú að þýða. Gjarnan líka talað um að við eigum ekki að vera að “rífa niður borgina” í því hvernig við tölum. Ef þú hefur það skítt skaltu þegja, þú hefur rangt fyrir þér, það er ekkert að. Týpísk gaslýsing sem ég hef algjört ofnæmi fyrir. Það er merki um mikla umhyggju fyrir borginni að gagnrýna hana, því það þýðir að maður vilji henni vel. Það þýðir að manni standi ekki á sama. Það eru svik við borgina og íbúa hennar að láta sem allt sé í lagi, þegar svo er ekki. Ég man ekki eftir neinum flokki sem talaði beint til borgarbúa. Einhvern sem raunverulega hlustaði og byggði stefnu sína á vilja og hugmyndum þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar sem leigjendur, öryrkjar, farþegar strætó og nemendur koma að borði. Ekki fyrr en ég kynntist starfi Sósíalistaflokksins sá ég slíkan málsvara. Loksins birtust mér einhverjir sem töluðu um hluti sem skiptu raunverulegu máli. Þar var talað á kjarnyrtan og skýran hátt. Ekki notuð einhver óskiljanleg og tilgerðarlegt málfar sem okkur er talið trú um að einungis traustvert fólki geti beitt. “Skemmtileg borg” Munurinn á okkur Sósíalistum og hinum flokkunum er að við viljum byggja borgina upp frá grunni, á meðan hinir ætla að gera það á sandi, eins og heimski maðurinn byggði húsið sitt á. Hvað meina ég með því? Aðrir flokkar telja að ef það sé oftast talað til efri millistéttar þá muni hér byggjast upp „skemmtileg borg“. Það er auðvitað eitthvað sem væri ekki í alvöru, bara á yfirborðinu. Á bak við grímubrosið væri engin raunveruleg gleði, bara reiði og óánægja því að þörfum þeirra sem minnst hafa er ekki sinnt. Til þess að fá raunverulega hina „skemmtilegu borg“ þurfum við að byrja á grunninum. Tala við fólkið og byggja stefnuna á þörfum þeirra sem hafa um sárast að binda. Það er ekki hægt að byggja hús á sandi, og það sama gildir um borgina. Við munum aldrei ná neinni sátt og trausti í garð borgarstjórnar nema við byrjum á grunninum. Það þarf fyrst að binda enda á biðlista, hætta að rukka börn fyrir þjónustu og fá borgina til þess að byggja sem hefði í för með sér endalok húsnæðiskreppunnar. Þá fyrst gæti myndast einhver sátt um hver næstu skref yrðu, eins og um flugvallarmál, borgarlínu og fleira sem ekki eru forgangsmál á meðan það sem brýnast er situr á hakanum. Þetta er spurning um forgangsröðun, og eins og hún er hjá hinum flokkunum í dag þá býður mér við henni. Börn fái andlegan stuðning frá skólakerfinu Það brennur á mér að börn fái andlegan stuðning í skólakerfinu. Að það sé líka talað meira við þau um að allar tilfinningar séu eðlilegar og að þér megi líða illa og þér megi líða allskonar, að það sé virkilega einhvern veginn talað um það í skólakerfinu, mér finnst það mjög mikilvægt. Við sem samfélag þurfum að vera dugleg að tala við börn og fá á hreint hvað það er sem þau vilja. Við þurfum að hlusta miklu meira á börnin, ekki vanmeta þau. Ég man eftir því þegar ég var átta til tíu ára, ég vissi alveg hvað var að gerast, ég var ekki einhver heimskur krakki, maður var svo meðvitaður um það sem var í gangi. Ég held að margir hafi vanmetið hvernig manni leið og hugsað að það væri best að tala ekki um hlutina. Með því að ræða þá væri verið að berskjalda mig fyrir einhverju erfiðu og því væri betra að ræða ekki hlutina yfir höfuð. Það hafði þveröfug áhrif og leiddi til þess að ég tjáði mig þá ekkert um hlutina. Við megum ekki vanmeta börn, við þurfum að koma fram við þau eins og jafningja. Fyrsta verkið mitt í borgarstjórn væri að laga húsnæðismálin, það er grunnurinn til að byggja ofan á. Um leið og þú ert komin með húsnæðismálin í lag og fólk þarf ekki að borga meira en 30% af tekjum sínum í húsnæðiskostnað þá er svo margt annað sem lagast. Góður grunnur, getur leyst svo mikið af andlegum vandamálum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Trausti Breiðfjörð Magnússon og er 26 ára námsmaður og vinn sem stuðningsfulltrúi. Ég ólst upp í Grafarvogi í blokkaríbúð með foreldrum mínum sem síðan skildu þegar ég var átta ára. Þá bjó ég mest með mömmu í íbúð sem hún gat keypt því hún fékk fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum, annars hefðum við sennilega verið föst á leigumarkaði þannig að blessunarlega tókst það. Við vorum að reyna að nurla pening saman til að geta fengið íbúð. Þetta mótaði mig sem barn. Það var hægt þar sem hún fékk fyrirframgreiddan arf frá foreldrum og þannig höfðum við allavegana þetta skjól, að þurfa ekki alltaf að vera að flytja á milli staða endalaust. Að því leyti höfðum við það gott miðað við mjög marga en sáum samt á sama tíma að fullt af vinum og aðrir þurftu ekki að hafa áhyggjur af svona málum. Það var alveg ströggl á heimilinu og mamma vann í mötuneyti, hún er með gigt og eldaði mat fyrir fólk, tugi manns, þegar mest var voru þau um 70 í mat. Hún var ein í þessu og kom oft heim mjög þreytt eftir vinnu, oftast með afgang af matnum. Þannig var líka hægt að spara pening. Mamma upplifði álag og kvíða, sem hafði auðvitað áhrif á mig líka. Stéttaskiptingin í hverfinu hafði mikil áhrif á mig þegar ég lít til baka. Ég var í Foldaskóla og man að hverfið var frekar blandað. Sumir vinir mínir áttu efnaða foreldra og áttu heima í stórum einbýlishúsum, en á sama tíma var ég í lítilli blokkaríbúð með mömmu. Þegar ég lít til baka skammaðist ég mín kannski fyrir að búa í lítilli íbúð og maður vildi helst ekki bjóða vinum sínum í heimsókn út af því. Yfirborðskennd deilumál sem ráða öllu Ég er orðinn mjög þreyttur á flokkunum í ráðhúsinu og þeirra eilífu afneitun á óréttlætinu sem hefur fengið að viðgangast ár eftir ár.. Sömu deilurnar um mál sem efri millistéttinni finnst skemmtilegast að þrasa um. Endalaust tal um Sundabraut, flugvöllinn í Vatnsmýri, borgarlínu og „skemmtilega borg“, hvað sem það á nú að þýða. Gjarnan líka talað um að við eigum ekki að vera að “rífa niður borgina” í því hvernig við tölum. Ef þú hefur það skítt skaltu þegja, þú hefur rangt fyrir þér, það er ekkert að. Týpísk gaslýsing sem ég hef algjört ofnæmi fyrir. Það er merki um mikla umhyggju fyrir borginni að gagnrýna hana, því það þýðir að maður vilji henni vel. Það þýðir að manni standi ekki á sama. Það eru svik við borgina og íbúa hennar að láta sem allt sé í lagi, þegar svo er ekki. Ég man ekki eftir neinum flokki sem talaði beint til borgarbúa. Einhvern sem raunverulega hlustaði og byggði stefnu sína á vilja og hugmyndum þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar sem leigjendur, öryrkjar, farþegar strætó og nemendur koma að borði. Ekki fyrr en ég kynntist starfi Sósíalistaflokksins sá ég slíkan málsvara. Loksins birtust mér einhverjir sem töluðu um hluti sem skiptu raunverulegu máli. Þar var talað á kjarnyrtan og skýran hátt. Ekki notuð einhver óskiljanleg og tilgerðarlegt málfar sem okkur er talið trú um að einungis traustvert fólki geti beitt. “Skemmtileg borg” Munurinn á okkur Sósíalistum og hinum flokkunum er að við viljum byggja borgina upp frá grunni, á meðan hinir ætla að gera það á sandi, eins og heimski maðurinn byggði húsið sitt á. Hvað meina ég með því? Aðrir flokkar telja að ef það sé oftast talað til efri millistéttar þá muni hér byggjast upp „skemmtileg borg“. Það er auðvitað eitthvað sem væri ekki í alvöru, bara á yfirborðinu. Á bak við grímubrosið væri engin raunveruleg gleði, bara reiði og óánægja því að þörfum þeirra sem minnst hafa er ekki sinnt. Til þess að fá raunverulega hina „skemmtilegu borg“ þurfum við að byrja á grunninum. Tala við fólkið og byggja stefnuna á þörfum þeirra sem hafa um sárast að binda. Það er ekki hægt að byggja hús á sandi, og það sama gildir um borgina. Við munum aldrei ná neinni sátt og trausti í garð borgarstjórnar nema við byrjum á grunninum. Það þarf fyrst að binda enda á biðlista, hætta að rukka börn fyrir þjónustu og fá borgina til þess að byggja sem hefði í för með sér endalok húsnæðiskreppunnar. Þá fyrst gæti myndast einhver sátt um hver næstu skref yrðu, eins og um flugvallarmál, borgarlínu og fleira sem ekki eru forgangsmál á meðan það sem brýnast er situr á hakanum. Þetta er spurning um forgangsröðun, og eins og hún er hjá hinum flokkunum í dag þá býður mér við henni. Börn fái andlegan stuðning frá skólakerfinu Það brennur á mér að börn fái andlegan stuðning í skólakerfinu. Að það sé líka talað meira við þau um að allar tilfinningar séu eðlilegar og að þér megi líða illa og þér megi líða allskonar, að það sé virkilega einhvern veginn talað um það í skólakerfinu, mér finnst það mjög mikilvægt. Við sem samfélag þurfum að vera dugleg að tala við börn og fá á hreint hvað það er sem þau vilja. Við þurfum að hlusta miklu meira á börnin, ekki vanmeta þau. Ég man eftir því þegar ég var átta til tíu ára, ég vissi alveg hvað var að gerast, ég var ekki einhver heimskur krakki, maður var svo meðvitaður um það sem var í gangi. Ég held að margir hafi vanmetið hvernig manni leið og hugsað að það væri best að tala ekki um hlutina. Með því að ræða þá væri verið að berskjalda mig fyrir einhverju erfiðu og því væri betra að ræða ekki hlutina yfir höfuð. Það hafði þveröfug áhrif og leiddi til þess að ég tjáði mig þá ekkert um hlutina. Við megum ekki vanmeta börn, við þurfum að koma fram við þau eins og jafningja. Fyrsta verkið mitt í borgarstjórn væri að laga húsnæðismálin, það er grunnurinn til að byggja ofan á. Um leið og þú ert komin með húsnæðismálin í lag og fólk þarf ekki að borga meira en 30% af tekjum sínum í húsnæðiskostnað þá er svo margt annað sem lagast. Góður grunnur, getur leyst svo mikið af andlegum vandamálum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun