Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:01 Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun