Baráttukveðjur Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. maí 2022 11:02 Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun