Týndi formaðurinn og 2F Guðni Þór Elísson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 1. maí 2022 21:30 Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun