Kunnuglegt stef í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 2. maí 2022 07:46 Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun