Kunnuglegt stef í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 2. maí 2022 07:46 Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun