Viðey í fortíð og framtíð Ari Tryggvason skrifar 3. maí 2022 08:31 Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar