Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Kristinn Þór Jónasson og Jóhanna Sigfúsdóttir skrifa 3. maí 2022 08:46 Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. Í góðu skipulagi er hugað að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl, aðgengi og samspili náttúru og byggðar. Tryggja þarf endurnýjun og uppbyggingu svæða, samhliða aðgengi allra. Við teljum mikil lífsgæði felast í að búa í nánd við náttúru Fjarðabyggðar og því mikilvægt að skipulag sýni náttúru og umhverfi virðingu. Mikilvægt er að skipulagið sé hreyfanlegt og geti brugðist við breyttum aðstæðum og áherslum. Hér eru nokkur atriði sem við viljum leggja áherslu á skipulagsmálum í Fjarðabyggðar: Krefjast áfram uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Á Vordegi Fjarðabyggðar verði efnt til hátíðahalda í tengslum við hreinsunarátak í byggðakjörnunum. Unnið verði að því að innleiða samhent átak atvinnulífsins, sveitarfélagsins og íbúa um hreinsun, tiltekt og hátíðarhalda í byggðakjörnunum. Ráðast í átak í merkingu sagnfræðilegra heimilda, stíga, safna og tjaldsvæða innan Fjarðabyggðar. Við viljum bæta leikaðstöðu barna á leikvöllum. Skipuleggja uppbyggingu hreystivalla í samráði við íbúa. Klára verður uppbyggingu tjaldsvæða á Breiðdalsvík, Eskifirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað. Krefjast verður aukinna fjármuna í fornleifauppgröft á Stöðvarfirði. Fara þarf í hugmyndavinnu með íbúum um uppbyggingu ferðamannasegla (myndatökustaða) í öllum bæjarkjörnum. Framkvæma langtímaáætlun um uppbyggingu í hafnarmálum. Áfram skyldi þróa almenningssamgöngur í samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Tryggja að ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins verði lokið. Hefja markvissa Led- væðingu ljósastaura. Leggja þarf aukna fjármuni í göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð og ljúka þar tengingu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til þessara verka leitum við eftir þínum stuðningi þann 14. maí n.k. Kristinn Þór Jónasson er verkstjóri og Jóhanna Sigfúsdóttir er viðskiptafræðingur. Höfundar skipa 2. og 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar