Tækifæri sveitarfélaga í umhverfismálum Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 4. maí 2022 07:01 Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun