Tækifæri sveitarfélaga í umhverfismálum Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 4. maí 2022 07:01 Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun