Tækifæri sveitarfélaga í umhverfismálum Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 4. maí 2022 07:01 Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna. Sameinuðu þjóðirnar lýstu áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. En hvað er svona merkilegt við það? Vistkerfi Íslands eru mörg að hruni komin, sem leiðir til stórfelldrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Í losunarbókhaldi Íslands kemur fram að 67% heildarlosunar megi rekja til landnotkunar! Sextíu og sjö prósent! Það eru ⅔ af heildarlosun landsins! En hvað er til ráða? Jú, að endurheimta vistkerfin. Með endurheimt vistkerfa drögum við úr þessari umfangsmiklu losun, eflum líffræðilega fjölbreytni og styrkjum viðnámsþol svæðanna gegn raski. Hvernig er það gert? Með útbreiðslu landlægra trjátegunda, líkt og birki. Með endurheimt votlendis, þ.e. hækkun vatnsstöðu. Með því að hindra rask af völdum sandfoks o.fl. því vistkerfin okkar ráða mörg ekki við það eins og staðan er í dag. Með friðun lands. Með því að efla gróðursæld landlægra plöntutegunda. Tækifæri til að gera betur Hvað hafa sveitarfélög með þetta að gera? Sveitarfélög eiga mörg afar mikið land og á þessum jörðum fyrirfinnast, eins og gefur að skilja, vistkerfi. Markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt í losun árið 2030 undanskilur umfangsmesta flokkinn í losunarbókhaldi Íslands sem er alvarleg vanræksla. Það gengur ekki að líta bara framhjá vandamálinu af því að það er flókið að eiga við það. En málið er að það er í raun ekki svo flókið að eiga við þennan vanda, upplýsingar um umfang og lausnir á honum liggja fyrir. Verkefni eins og Bændur græða landið og sú margþætta uppgræðsla sem Orkuveita Reykjavíkur réðist í fyrr á öldinni hafa borið ómældan árangur. Reykjavík, sem og öll önnur sveitarfélög, eru í lykilstöðu þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Sveitarfélögin þurfa að stíga fram og axla ábyrgð á því gríðarstóra verkefni sem framundan er þegar kemur að endurheimt vistkerfa okkar, með markvissum aðgerðum í þágu náttúrunnar og loftslagsins. Fyrir bætta framtíð, fyrir áreiðanlegar auðlindir, fyrir unga fólkið, fyrir dýrin og fyrir jörðina skulum við endurheimta vistkerfin. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun