Falskir tónar Guðlaugur Kristmundsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lauk vel heppnaðri jazzhátíð í Garðabæ. Hátíðin var haldin í sextánda skipti og var vel sótt. Það sýndi sveigjanleika og útsjónarsemi þegar hátíðin var færð yfir á netið í heimsfaraldri, en að sama skapi var menningin mun nærandi í hópi fólks og í nálægðinni við tónlistarfólkið sjálft. Tónlistarfólkið okkar er víða og það leynist meðal annars í börnunum okkar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að bera það saman hversu glæsilega við getum byggt undir mikilvæga menningarhátíð á meðan börn bíða í hundruðatali eftir að komast í tónlistarnám í Garðabæ. Hér er bæði hægt að gera betur en á sama tíma stöndum við frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að byggja undir raunverulegt val í tónlistarnámi og skapa vettvang fyrir fjölbreytt rekstrarform tónlistarskóla. Fyrir bæjarstjórn liggur áhugi og beiðni um að Garðabær samþykki stofnun einkarekins tónlistarskóla sem gæti starfað samhliða þeim bæjarrekna. Það væri einstaklega áhugavert að stíga fram til viðræðna um stofnun á nýjum skóla og sjá hvernig einkaframtakið gæti með sínum aðferðum boðið annan valkost og slegið annan tón í tónlistarnám í bænum. Fjölbreytnin sem slík myndi styrkja Garðabæ að nýju til þess að taka forystu í skólamálum á landinu og starf tónlistarskóla fengi tækifæri til þess að þróast með breyttu samfélagi, skólum og nýjum kynslóðum. Leyfum börnum að kynnast tónlist, leyfum þeim að kynnast þeim aga og þeirri sköpun sem í því felst. Þannig förum við vel með fjármunina okkar og hjálpum næstu kynslóð tónlistarmanna að stíga fram og leika listir sínar á jazzhátíðum Garðabæjar á komandi áratugum. Viðreisn í Garðabæ vill sjá fjölbreytt rekstrarform og raunverulegt val birtast einnig í tónlistarnámi í bænum. Þannig sköpum við verðmæti og förum vel með það. Höfundur skipar 2. sæti lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar