Reykjavík á að verða hjólaborg Ástvaldur Lárusson skrifar 3. maí 2022 14:31 Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun