Ómanneskjuleg bið fatlaðs fólks í boði meirihlutans Natalie G. Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2022 15:32 Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun