Það má ekki verða of dýrt að spara Orri Hlöðversson skrifar 4. maí 2022 16:30 Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar