Þétting byggðar hefur áhrif á íþrótta- og tómstundastarf Hákon Sverrisson skrifar 5. maí 2022 07:02 Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar