Hvað vilja borgarbúar? Sigríður Svavarsdóttir skrifar 5. maí 2022 11:01 Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Vilja þeir óbreytt skipulag? Vilja þeir fleiri þrengingar á götum borgarinnar? Vilja þeir fleiri umferðar- og gönguljós? Vilja þeir að flugvöllurinn fari? Vilja þeir fleiri leiðir út úr borginni? Vill fólk fá borgarlínu og stokk á Miklubraut og Sæbraut? Vill fólk láta rífa niður byggð til að byggja nýja með tvöföldum kostnaði? Ábyrg framtíð hugsar til framtíðar. Við viljum flæðandi umferð í borginni með því að fækka gönguljósum sem auðvelt er að breyta yfir í göngubrýr eða undirgöng. Við ætlum að fækka umferðaljósum á t.d. á Bústaðavegi, setja í stað þeirra lítil hringtorg eða sjálfstýrandi ljós og „ná þannig flæði“. Víðar um borgina eru ljós sem bara tefja umferð og má leysa af hólmi með smáum hringtorgum til að liðka fyrir umferð. Við ætlum að stilla saman umferðaljósin á öllum hellstu stofnbrautum í borginni þannig bílar séu ekki alltaf stopp á rauðu. Við sjáum fyrir okkur mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar þar sem hægt er með góðu móti að koma þeim fyrir. Við ætlum að fækka þrengingum og hraðahindrunum á götum borgarinnar á tímum umhverfismengunar. Við treystum fólki til að keyra á réttum hraða. Flugvöllurinn verður áfram þar sem hann er, hægt verður að auka umferð um hann m.a. með millilandaflugi til að bæta rekstur hans og lækka fluggjald út á landsbyggðina. Flugvöllurinn er lífæð landsbyggðarinnar og ekki síst þeirra sem veikjast eða slasast úti á landi. Við lækkum verð á nýbyggingum. Borgin á nóg af landi til að byggja á og það þarf ekki að rífa eldri byggð til að byggja nýtt. Við eigum nóg af byggingarlandi innan seilingar og byggjum þar. Við ætlum að byggja upp gott og skilvirkt kerfi fyrir alla aldurshópa. Margir fatlaðir eru einangraðir heima, settir í daggæslu eða skóla á meðan það býðst og margur einangrast þar vegna fötlunar sinnar. Nú einangrast eldra fólk á heimilum sínum sem hefur misst heilsu á öllum aldri, auralítið og að mestu afskipt. Margur á ekkert heimili eða skjól vegna plássleysis því það virðist ekki vera gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Biðlistar hjá greiningarkerfinu lengast og alltof fáir komast á rétta braut, oft vegna fjárhagslegra þrenginga í kerfunum. Grípum inn í fyrr og gerum fólki kleift að lifa hamingjusamt. Við viljum hreina borg og vel mokaða. Höfundur skipar 6. sætið í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar