Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 11:40 Norska ríkisorkufyrirtækið hefur stórgrætt á gashækkunum. Getty/STR/NurPhoto Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Norska ríkisorkufyrirtækið Equinor skilaði 18 milljarða bandaríkjadala hagnaði fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur hann aldrei verið hærri á einum ársfjórðungi. Samsvarar upphæðin um 2.352 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar nema áætluð heildarútgjöld íslenska ríkisins í fjárlögum þessa árs um 1.218 milljörðum króna. Hagnaður Equinor meira en fjórfaldaðist frá sama tíma í fyrra þegar hann nam 4,1 milljarði bandaríkjadala fyrir skatta. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 5,18 milljörðum bandaríkjadala. Gasverð Equinor hefur meira en fjórfaldast milli ára og hefur það skilað sér í því að jarðgas hefur nú tekið fram úr hráolíu sem arðvænlegasta söluvara fyrirtækisins. Að mati greindanda spilar þar þátt örvænting Evrópuþjóða sem hafi keppst við að fylla á gasbirgðir sínar en óttast er að stríðsátökin í Úkraínu muni leiða til takmarkaðri aðgangs að rússnesku gasi. Hagnaður Shell þrefaldast Bresk-hollenska orkufyrirtækið Shell skilaði sömuleiðis methagnaði á fyrsta þremur mánuðum ársins og var afkoma félagsins jákvæð um 9,13 milljarða bandaríkjadali, eða jafnvirði um 1.193 milljarða íslenskra króna. Hefur hagnaður Shell þrefaldast milli ára en það skilaði 3,2 milljarða bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili árið 2021. Auk Shell og Equinor hefur breska orkufyrirtækið BP og hið franska TotalEnergies greint frá stórauknum hagnaði á síðustu dögum. Shell segir að það hafi kostað félagið 3,9 milljarða bandaríkjadali að enda alla aðild að starfsemi í rússneska olíu- og gasiðnaðinum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Stöðugar hækkanir Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á mörkuðum fyrir olíu og gas en Rússlands er eitt af stærstu útflutningsríkjum jarðefnaeldsneytis. Á sama tíma hafa stjórnvöld á Vesturlöndum boðað að þau hyggist draga úr kaupum á rússneskri orku. Olíuverð var byrjað að hækka áður en stríðið hófst þegar efnahagskerfi ríkja byrjuðu að taka við sér eftir heimsfaraldur Covid-19 en innrás Rússa virkaði sem olía á eldinn. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ben van Beurden, forstjóra Shell, að stríðið í Úkraínu hafi valdið miklum truflunum á alþjóðlegum orkumörkuðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira