Af hverju pólitík... Díana Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:31 Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar