Kosið um þrjú vandræðamál í Fjarðabyggð Ingi Steinn Freysteinsson skrifar 5. maí 2022 22:00 Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun