Tímamótasamkomulag hjá Rósu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 6. maí 2022 19:16 Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun