Fótbolti

Watford fallið úr ensku úrvalsdeildinni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Yoane Wissa skoraði eitt marka Brentford þegar liðið lagði Southampton að velli í dag. Vísir/Getty Images
Yoane Wissa skoraði eitt marka Brentford þegar liðið lagði Southampton að velli í dag. Vísir/Getty Images

Watford er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla en það varð ljóst eftir 1-0 tap liðsins gegn Crystal Palace þar sem Wilfried Zaha skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Burnley missti svo af mikilvægum stigum í baráttu sinni við að forðast fall úr deildinni þegar liðið laut í lægra haldi, 3-1, á móti Aston Villa.

Danny Ings, Emiliano Buendia og Ollie Watkins skoruðu mörk Aston Villa í leiknum en Maxwel Cornet klóraði í bakkann fyrir Burnley.

Pontus Jansson, Yoane Wissa og Kristoffer Ajer voru svo á skotskónum fyrir Brentford í þægilegum sigri liðsins gegn Southampton. Þessi lið sigla lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×