Segir að City ætti ekki að snerta Pogba með priki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 12:01 Spilar Paul Pogba undir stjórn Peps Guardiola á næsta tímabili? getty/Nick Potts Jamie Carragher segir að Manchester City ætti að halda sig fjarri Paul Pogba því hann passi ekki inn í leikstíl Peps Guardiola. Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United. Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01
Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42