Laxeldi í Seyðisfirði má hindra! Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Pétur Heimisson skrifa 11. maí 2022 07:45 Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun