Jafnrétti í Hafnarfjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun