Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 13:19 Greinandi í kauphöllinni í New York. AP/Courtney Crow/NYSE Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. Innflutningsbann ESB nær til olíu sem er flutt sjóleiðina til álfunnar en tímabundinn undanþága er til staðar fyrir olíu sem er flutt um leiðslur. Ungversk stjórnvöld kröfðust undanþágunnar en öll aðildarríki sambandsins þurftu að samþykkja refsiaðgerðirnar. AP-fréttastofan segir að bandarísk hráolía hafi hækkað um 3,52 dollara á mörkuðum í New York eftir tíðindin í morgun. Tunnan kostaði þá 118,59 dollara. Olíuverð hækkaði um tæpan dollara í gær. Brent-hráolía, sem er alþjóðlegt viðmið um olíuverð, hæakkaði um 1,72 dollara og stóð í 119,32 dollurum tunnan í morgun. Mikil verðhækkun á olíu, að hluta til vegna stríðs Rússa í Úkraínu, á þátt í mesta verðbólguskoti í vestrænum ríkjum í seinni tíð. Verðbólgan í nítján ríkjum evrusvæðisins náði 8,1 prósenti fyrr í þessum mánuði. Það er mesta verðbólga sem hefur mælst þar frá því að evran var tekin upp árið 1997. Rússland Bensín og olía Evrópusambandið Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Innflutningsbann ESB nær til olíu sem er flutt sjóleiðina til álfunnar en tímabundinn undanþága er til staðar fyrir olíu sem er flutt um leiðslur. Ungversk stjórnvöld kröfðust undanþágunnar en öll aðildarríki sambandsins þurftu að samþykkja refsiaðgerðirnar. AP-fréttastofan segir að bandarísk hráolía hafi hækkað um 3,52 dollara á mörkuðum í New York eftir tíðindin í morgun. Tunnan kostaði þá 118,59 dollara. Olíuverð hækkaði um tæpan dollara í gær. Brent-hráolía, sem er alþjóðlegt viðmið um olíuverð, hæakkaði um 1,72 dollara og stóð í 119,32 dollurum tunnan í morgun. Mikil verðhækkun á olíu, að hluta til vegna stríðs Rússa í Úkraínu, á þátt í mesta verðbólguskoti í vestrænum ríkjum í seinni tíð. Verðbólgan í nítján ríkjum evrusvæðisins náði 8,1 prósenti fyrr í þessum mánuði. Það er mesta verðbólga sem hefur mælst þar frá því að evran var tekin upp árið 1997.
Rússland Bensín og olía Evrópusambandið Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira