Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Finnur Ricart Andrason, Ingibjörg Eiríksdóttir, Kristín Amalía Atladóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Snæbjörn Guðmundsson og Sævar Þór Halldórsson skrifa 13. júní 2022 09:01 Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Meirihluti nefndarinnar, þau Vilhjálmur Árnason, Orri Páll Jóhannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson, hafa setið á tillögu umhverfisráðherra um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar mánuðum saman. Nú er komið upp á yfirborðið í hverju „sátt“ meirihlutans á að felast. Úr biðflokki í nýtingarflokk vilja þau færa Búrfellslund. Úr verndarflokki í biðflokk vilja þau færa virkjanir kenndar við Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveitu í efri Þjórsá. Þá vilja þau að bannað verði að friðlýsa vegna virkjanahugmynda í verndarflokki í Skjálfandafljóti, þar til annað verði ákveðið.Þetta eru allt virkjunarhugmyndir sem Landsvirkjun hefur illa getað sætt sig við að færu í verndarflokk. Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi með stórgölluð gögn og málsmeðferð og hin mjög svo umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum eiga að sitja sem fastast í nýtingarflokki að áliti meirihlutans, þó allar seinni tíma rannsóknir hnígi að því að þær myndu skerða helming víðerna Drangajökulssvæðisins og séu algerlega óásættanlegar fyrir náttúruvernd dagsins í dag. Dynkur í Þjórsá myndi þurrkast upp ef af Kalölduveitu yrði.Pálína Axelsdóttir Njarðvík Úr nýtingarflokki í biðflokk vill sami meirihluti nú færa Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi og tvær virkjanir neðst í Þjórsá. Ólíklegt er að þær hefðu orðið ofarlega á framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrr en í fjarlægri framtíð, ef nokkurn tímann. Þar að auki er engin leið að sjá rök fyrir því að færa tvær virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki í bið en ekki þá þriðju, Hvammsvirkjun, sem er langmesta ógnin við viðkvæmt lífríki fljótsins og nærsamfélagið. Meirihlutinn handvelur rök sem eiga að styðja breytingar á hverjum virkjanakosti fyrir sig en afneitar vísvitandi öllum vísindalegum og faglegum gögnum sem mæla fyrir verndarflokkun umræddra kosta. Engum getur dulist sá þaulskipulagði áróður fyrir frekari virkjanaframkvæmdum sem orkufyrirtækin hafa skipulagt undanfarna mánuði. Hann kristallast í rökum meirihlutans sem ber fyrir sig meintan skort á raforku fyrir orkuskipti, en það stenst engin rök hjá langmestu raforkuframleiðsluþjóð jarðar. Samtímis hunsar meirihlutinn öll rök umhverfisverndarsamtaka og annarra um verndun óraskaðra vatnasviða og óbyggðra víðerna sem fágæt eru á heimsvísu og Íslendingum ber að standa vörð um. Virkjanahugmyndir við Héraðsvötn og Skjálfandafljót auk Kjalölduveitu eru allar í jaðri mikilvægra víðernasvæða hálendisins og myndu skerða ómetanleg náttúrugæði á óafturkræfan hátt um alla framtíð. Jökulárnar í Skagafirði með sína einstöku náttúru eru aftur undir og fossar Skjálfandafljóts fá ekki þann frið sem þeir sannarlega eiga skilið. Áratugalöng barátta náttúruunnenda fyrir varanlegri sátt um vernd hinna helgu Þjórsárvera og farvegar Þjórsár þar sem finna má fjóra af mestu fossum landsins, er að engu gerð. Samtímis afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á rammaáætlun hleypir nefndin í gegn frumvarpi um stækkun virkjana neðan Þórisvatns, sem er sakleysislegt á yfirborðinu, en er hins vegar sérsniðið að þörfum Landsvirkjunar fyrir aukna orkuvinnslu eftir að Kjalölduveita yrði að veruleika. Hér ber allt að sama brunni. Óljósar hugmyndir meirihlutans um að rammaáætlun sé aðeins fyrsta skref af mörgum í umfjöllun um virkjanakosti og margir aðrir varnaglar séu til staðar er fyrirsláttur. Á milli biðflokks og nýtingar er aðeins eitt pennastrik sem Alþingi getur auðveldlega klárað hvenær sem hentar síðar meir, og þá mun Landsvirkjun hafa úr fjölda virkjanakosta að ráða á mörgum viðkvæmustu og dýrmætustu náttúrusvæðum Íslands. Afgreiðsla núverandi meirihluta yrði óhagganlegt fordæmi fyrir pólitísk hrossakaup í rammaáætlun síðar. Samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) á flokkun í nýtingarflokk vissulega ekki að vera ávísun beint á framkvæmdir, heldur heimild til að skoða kost frekar. Sú er því miður þó alls ekki raunin: Veikleiki laga um umhverfismat annars vegar og vald sveitarstjórna á grundvelli skipulagslaga hins vegar gera það að verkum að fátt stöðvar framkvæmd, sama hversu slæma einkunn hún kann að fá í faglegu mati, standi vilji stjórnvalda til annars. Fyrir þessar sakir er enn veigameira en ella að þingmenn Alþingis hugsi til enda hvað flokkun í nýtingarflokk merkir og að færa viðkvæm svæði úr verndarflokki. Sú faglega sátt sem rammaáætlun var ætlað að skapa er endanlega rofin, verði þetta niðurstaða Alþingis. Með áliti meirihlutans fær Landsvirkjun óskir sínar um næga álitlega virkjanakosti loks uppfylltar, til að svara úreltri framtíðarsýn virkjunaraflanna. Á meðan eru raddir náttúruverndar hunsaðar með öllu og ekkert skilið eftir fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Með afgreiðslu af þessu tagi verður hörð barátta náttúruverndarfólks færð aftur um áratugi í boði ríkisstjórnarmeirihlutans og varnir náttúruverndarinnar endanlega brotnar á bak aftur. Á viðsjárverðum tímum náttúruvár og sífellt harðari ágangs mannkyns á ósnortna náttúru er afgreiðsla meirihlutans í hrópandi ósamræmi við samtímann, meira að segja við stefnu Orkustofnunar. Ábyrgð stjórnvalda gagnvart náttúru Íslands er óskoruð og þessi afgreiðsla á rammaáætlun yrði hörmulegt skref í öfuga átt. Náttúruverndarfólk krefst þess að rammaáætlun verði ekki afgreidd með þessum pólitísku hrossakaupum nú rétt fyrir þinglok heldur verði afgreiðslu frestað og málið aftur tekið fyrir í haust með fagmennsku og raunverulega virðingu fyrir náttúru landsins að leiðarljósi. Finnur Ricart Andrason, Ungir umhverfissinnar Ingibjörg Eiríksdóttir, Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Kristín Amalía Atladóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Vinir Þjórsárvera og Ungsól Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugrið Sævar Þór Halldórsson, SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Finnur Ricart Andrason Snæbjörn Guðmundsson Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Meirihluti nefndarinnar, þau Vilhjálmur Árnason, Orri Páll Jóhannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson, hafa setið á tillögu umhverfisráðherra um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar mánuðum saman. Nú er komið upp á yfirborðið í hverju „sátt“ meirihlutans á að felast. Úr biðflokki í nýtingarflokk vilja þau færa Búrfellslund. Úr verndarflokki í biðflokk vilja þau færa virkjanir kenndar við Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveitu í efri Þjórsá. Þá vilja þau að bannað verði að friðlýsa vegna virkjanahugmynda í verndarflokki í Skjálfandafljóti, þar til annað verði ákveðið.Þetta eru allt virkjunarhugmyndir sem Landsvirkjun hefur illa getað sætt sig við að færu í verndarflokk. Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi með stórgölluð gögn og málsmeðferð og hin mjög svo umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum eiga að sitja sem fastast í nýtingarflokki að áliti meirihlutans, þó allar seinni tíma rannsóknir hnígi að því að þær myndu skerða helming víðerna Drangajökulssvæðisins og séu algerlega óásættanlegar fyrir náttúruvernd dagsins í dag. Dynkur í Þjórsá myndi þurrkast upp ef af Kalölduveitu yrði.Pálína Axelsdóttir Njarðvík Úr nýtingarflokki í biðflokk vill sami meirihluti nú færa Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi og tvær virkjanir neðst í Þjórsá. Ólíklegt er að þær hefðu orðið ofarlega á framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrr en í fjarlægri framtíð, ef nokkurn tímann. Þar að auki er engin leið að sjá rök fyrir því að færa tvær virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki í bið en ekki þá þriðju, Hvammsvirkjun, sem er langmesta ógnin við viðkvæmt lífríki fljótsins og nærsamfélagið. Meirihlutinn handvelur rök sem eiga að styðja breytingar á hverjum virkjanakosti fyrir sig en afneitar vísvitandi öllum vísindalegum og faglegum gögnum sem mæla fyrir verndarflokkun umræddra kosta. Engum getur dulist sá þaulskipulagði áróður fyrir frekari virkjanaframkvæmdum sem orkufyrirtækin hafa skipulagt undanfarna mánuði. Hann kristallast í rökum meirihlutans sem ber fyrir sig meintan skort á raforku fyrir orkuskipti, en það stenst engin rök hjá langmestu raforkuframleiðsluþjóð jarðar. Samtímis hunsar meirihlutinn öll rök umhverfisverndarsamtaka og annarra um verndun óraskaðra vatnasviða og óbyggðra víðerna sem fágæt eru á heimsvísu og Íslendingum ber að standa vörð um. Virkjanahugmyndir við Héraðsvötn og Skjálfandafljót auk Kjalölduveitu eru allar í jaðri mikilvægra víðernasvæða hálendisins og myndu skerða ómetanleg náttúrugæði á óafturkræfan hátt um alla framtíð. Jökulárnar í Skagafirði með sína einstöku náttúru eru aftur undir og fossar Skjálfandafljóts fá ekki þann frið sem þeir sannarlega eiga skilið. Áratugalöng barátta náttúruunnenda fyrir varanlegri sátt um vernd hinna helgu Þjórsárvera og farvegar Þjórsár þar sem finna má fjóra af mestu fossum landsins, er að engu gerð. Samtímis afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á rammaáætlun hleypir nefndin í gegn frumvarpi um stækkun virkjana neðan Þórisvatns, sem er sakleysislegt á yfirborðinu, en er hins vegar sérsniðið að þörfum Landsvirkjunar fyrir aukna orkuvinnslu eftir að Kjalölduveita yrði að veruleika. Hér ber allt að sama brunni. Óljósar hugmyndir meirihlutans um að rammaáætlun sé aðeins fyrsta skref af mörgum í umfjöllun um virkjanakosti og margir aðrir varnaglar séu til staðar er fyrirsláttur. Á milli biðflokks og nýtingar er aðeins eitt pennastrik sem Alþingi getur auðveldlega klárað hvenær sem hentar síðar meir, og þá mun Landsvirkjun hafa úr fjölda virkjanakosta að ráða á mörgum viðkvæmustu og dýrmætustu náttúrusvæðum Íslands. Afgreiðsla núverandi meirihluta yrði óhagganlegt fordæmi fyrir pólitísk hrossakaup í rammaáætlun síðar. Samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) á flokkun í nýtingarflokk vissulega ekki að vera ávísun beint á framkvæmdir, heldur heimild til að skoða kost frekar. Sú er því miður þó alls ekki raunin: Veikleiki laga um umhverfismat annars vegar og vald sveitarstjórna á grundvelli skipulagslaga hins vegar gera það að verkum að fátt stöðvar framkvæmd, sama hversu slæma einkunn hún kann að fá í faglegu mati, standi vilji stjórnvalda til annars. Fyrir þessar sakir er enn veigameira en ella að þingmenn Alþingis hugsi til enda hvað flokkun í nýtingarflokk merkir og að færa viðkvæm svæði úr verndarflokki. Sú faglega sátt sem rammaáætlun var ætlað að skapa er endanlega rofin, verði þetta niðurstaða Alþingis. Með áliti meirihlutans fær Landsvirkjun óskir sínar um næga álitlega virkjanakosti loks uppfylltar, til að svara úreltri framtíðarsýn virkjunaraflanna. Á meðan eru raddir náttúruverndar hunsaðar með öllu og ekkert skilið eftir fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Með afgreiðslu af þessu tagi verður hörð barátta náttúruverndarfólks færð aftur um áratugi í boði ríkisstjórnarmeirihlutans og varnir náttúruverndarinnar endanlega brotnar á bak aftur. Á viðsjárverðum tímum náttúruvár og sífellt harðari ágangs mannkyns á ósnortna náttúru er afgreiðsla meirihlutans í hrópandi ósamræmi við samtímann, meira að segja við stefnu Orkustofnunar. Ábyrgð stjórnvalda gagnvart náttúru Íslands er óskoruð og þessi afgreiðsla á rammaáætlun yrði hörmulegt skref í öfuga átt. Náttúruverndarfólk krefst þess að rammaáætlun verði ekki afgreidd með þessum pólitísku hrossakaupum nú rétt fyrir þinglok heldur verði afgreiðslu frestað og málið aftur tekið fyrir í haust með fagmennsku og raunverulega virðingu fyrir náttúru landsins að leiðarljósi. Finnur Ricart Andrason, Ungir umhverfissinnar Ingibjörg Eiríksdóttir, Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Kristín Amalía Atladóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Vinir Þjórsárvera og Ungsól Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugrið Sævar Þór Halldórsson, SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar