Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Brynjars Creed Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 13:34 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Rakel Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið. Brynjar var meðal annars verið sakfelldur fyrir að nauðga þremur stúlkum undir lögaldri, í þeim tilfellum sem Brynjar hitti stúlkurnar. Fyrir að hafa fengið stúlkurnar til að senda sér myndbönd af sér í kynferðislegum athöfnum, til dæmis með því að stinga fingri í endaþarm og hafa kynferðismök með gervilim var Brynjar sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni. „Það voru þrír ákæruliðir þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun með því að láta stúlkurnar gera eitthvað við sjálfar sig og senda myndbönd af því. Það var ekki fallist á að það væri nauðgun þannig þess er óskað Landsréttur endurskoði þá niðurstöðu.“ Kolbrún segir sambærilegt mál ekki hafa áður komið upp og ekki hafi látið reyna á nauðgunarákvæðið með þessum hætti. „Við höfum dæmi um sakfellingu manna fyrir nauðgun sem láta brotaþola gera eitthvað með öðrum mönnum og horfa á. En svona dæmi þar sem brotið fer fram í gegnum netið en viðkomandi er ekki á staðnum, við teljum nauðsynlegt að fá Landsréttardóm um það.“ Fjölmörg önnur brot rannsökuð Greint var frá því í maí síðastliðnum að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum væri með fjölmörg önnur brot Brynjars til rannsóknar. Ástæða þess að ákæra var gefin út í málinu sem dæmt í 19. maí, var sú að ákæruvaldið getur aðeins haldið sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án ákæru. Því var aðeins gefin út ákæra fyrir hluta þeirra brota sem eru til rannsóknar. Kolbrún segir rannsókn þeirra brota vera á lokametrunum en gat þó ekki staðfest hve mörg fleiri brot séu til rannsóknar. Hún bætir því við að hún telji nauðsynlegt að taka reglur um takmörk gæsluvarðhalds til endurskoðunar. „Það er rosalega íþyngjandi að þurfa að gefa út ákæru innan svo skamms tíma. Áður en svona takmörk á gæsluvarðhald voru sett árið 2008 voru dómstólarnir þröskuldurinn. Dómstólar voru alveg harðir við lögreglu og ákæruvald, þannig ef það var ekkert að gerast á milli krafna um gæsluvarðhald þá slepptu þeir bara mönnum. Ég held að það hafi alveg verið nægilegt aðhald.“ Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50 Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Brynjar var meðal annars verið sakfelldur fyrir að nauðga þremur stúlkum undir lögaldri, í þeim tilfellum sem Brynjar hitti stúlkurnar. Fyrir að hafa fengið stúlkurnar til að senda sér myndbönd af sér í kynferðislegum athöfnum, til dæmis með því að stinga fingri í endaþarm og hafa kynferðismök með gervilim var Brynjar sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni. „Það voru þrír ákæruliðir þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun með því að láta stúlkurnar gera eitthvað við sjálfar sig og senda myndbönd af því. Það var ekki fallist á að það væri nauðgun þannig þess er óskað Landsréttur endurskoði þá niðurstöðu.“ Kolbrún segir sambærilegt mál ekki hafa áður komið upp og ekki hafi látið reyna á nauðgunarákvæðið með þessum hætti. „Við höfum dæmi um sakfellingu manna fyrir nauðgun sem láta brotaþola gera eitthvað með öðrum mönnum og horfa á. En svona dæmi þar sem brotið fer fram í gegnum netið en viðkomandi er ekki á staðnum, við teljum nauðsynlegt að fá Landsréttardóm um það.“ Fjölmörg önnur brot rannsökuð Greint var frá því í maí síðastliðnum að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum væri með fjölmörg önnur brot Brynjars til rannsóknar. Ástæða þess að ákæra var gefin út í málinu sem dæmt í 19. maí, var sú að ákæruvaldið getur aðeins haldið sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án ákæru. Því var aðeins gefin út ákæra fyrir hluta þeirra brota sem eru til rannsóknar. Kolbrún segir rannsókn þeirra brota vera á lokametrunum en gat þó ekki staðfest hve mörg fleiri brot séu til rannsóknar. Hún bætir því við að hún telji nauðsynlegt að taka reglur um takmörk gæsluvarðhalds til endurskoðunar. „Það er rosalega íþyngjandi að þurfa að gefa út ákæru innan svo skamms tíma. Áður en svona takmörk á gæsluvarðhald voru sett árið 2008 voru dómstólarnir þröskuldurinn. Dómstólar voru alveg harðir við lögreglu og ákæruvald, þannig ef það var ekkert að gerast á milli krafna um gæsluvarðhald þá slepptu þeir bara mönnum. Ég held að það hafi alveg verið nægilegt aðhald.“
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50 Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35
Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50
Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23