Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hallur Þór Sigurðarson skrifar 27. júní 2022 08:01 Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun