Takmörkuð gæði Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2022 16:00 Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar