Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2022 17:00 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun