Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum 21. ágúst 2022 20:38 Atalanta og AC Milan skiptu stigunum á milli sín í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik. Það var Úkraínumaðurinn Ruslan Malinovsky sem kom heimamönnum í Atalanta í 1-0 forystu eftir um hálftíma leik og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Alsíringurinn Ismael Bennacer jafnaði hins vegar metin á 68. mínútu eftir stiðsendingu frá Alexis Saelemaekers og þar við sat. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar, en AC Milan vann 4-2 sigur gegn Udinese í fyrstu umferð á meðan Atalanta vann 0-2 útisigur gegn Sampdoria. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik. Það var Úkraínumaðurinn Ruslan Malinovsky sem kom heimamönnum í Atalanta í 1-0 forystu eftir um hálftíma leik og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Alsíringurinn Ismael Bennacer jafnaði hins vegar metin á 68. mínútu eftir stiðsendingu frá Alexis Saelemaekers og þar við sat. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar, en AC Milan vann 4-2 sigur gegn Udinese í fyrstu umferð á meðan Atalanta vann 0-2 útisigur gegn Sampdoria.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti