Þar sem kvíðinn fylgir skólanum Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun