Þar sem kvíðinn fylgir skólanum Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar