Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. ágúst 2022 10:02 Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun