Handbolti

Öruggur sigur Eyjamanna í fyrri leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í kjörstöðu.
Í kjörstöðu.

ÍBV stendur vel að vígi fyrir síðari viðureigna sína við ísraelska liðið Holon en liðin eigast tvívegis við í Vestmannaeyjum um helgina í Evrópubikarkeppninni í handbolta.

Eyjamenn unnu sex marka sigur í dag, 41-35, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi, 20-18 en eins og sjá má á tölunum var um afar hraðan leik að ræða.

Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með tíu mörk en þeir Nökkvi Snær Óðinsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson gerðu sjö mörk hvor.

ÍBV er því í kjörstöðu en liðin munu mætast aftur í Vestmannaeyjum á morgun klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×