Látum ekki deigan síga í baráttunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. september 2022 10:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun