Eldgosið í Fagradalsfjalli frábrugðið öðrum eldgosum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 20:37 Eldgosinu í Fagradalsfjalli í Geldingadölum lauk formlega hinn 18. desember 2021. Vísir/Vilhelm Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira