„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. september 2022 22:32 Hér má sjá gatnamótin sem um ræðir. Stöð 2 Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir. Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir.
Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01