Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 11:45 Seðlabankastjórar heims voru sammála um það á fundi sínum í Bandaríkjunum í sumar að það væri mikilvægara að koma böndum á verðbólguna en forðast tímabundna kreppu. epa/Andy Rain Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. Ákvörðun bankans er sögð grundvallast á því að það sé forgangsatriði að ná böndum á verðbólguna, þrátt fyrir að það þýði mögulega samdrátt í einhvern tíma. Bankinn segir kreppu raunar blasa við nú þegar og spáir því að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, annan fjórðunginn í röð. Í samantekt bankans kemur hins vegar fram að spár geri nú ráð fyrir að verðbólgan muni ná hámarki í 11 prósentum í október en ekki 13 prósentum eins og áður hafði verið spáð. Þetta megi meðal annars rekja til fyrirætlana stjórnvalda um að setja þak á orkukostnað heimilanna. Bankinn varar hins vegar við því að verðbólgan muni verða yfir 10 prósentum í marga mánuði. Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ákvörðun bankans er sögð grundvallast á því að það sé forgangsatriði að ná böndum á verðbólguna, þrátt fyrir að það þýði mögulega samdrátt í einhvern tíma. Bankinn segir kreppu raunar blasa við nú þegar og spáir því að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, annan fjórðunginn í röð. Í samantekt bankans kemur hins vegar fram að spár geri nú ráð fyrir að verðbólgan muni ná hámarki í 11 prósentum í október en ekki 13 prósentum eins og áður hafði verið spáð. Þetta megi meðal annars rekja til fyrirætlana stjórnvalda um að setja þak á orkukostnað heimilanna. Bankinn varar hins vegar við því að verðbólgan muni verða yfir 10 prósentum í marga mánuði.
Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira