„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:23 Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í íslenska landsliðið í dag. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira