Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Hildur Inga Magnadóttir skrifar 28. september 2022 09:30 Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar