Hugleiðing um skóla á alþjóðadegi kennara Guðjón H. Hauksson skrifar 5. október 2022 10:31 Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun