Fótbolti

Bournemouth hafði betur gegn Leicester | Newcastle skoraði fimm gegn Brentford

Atli Arason skrifar
Bruno Guimaraes skoraði tvö mörk fyrir Newcastle í dag.
Bruno Guimaraes skoraði tvö mörk fyrir Newcastle í dag. Getty Images

Bournemouth vann 2-1 endurkomu sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Newcastle gjörsigraði Brentford, 5-1.

Patson Daka skoraði fyrsta mark Leicester á 10. mínútu áður en Bournemouth sneri leiknum sér í vil í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Philip Billing og Ryan Christie og Bournemouth vann 2-1 sigur.

Leicester er í 19. og næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en Bournemouth er á sama tíma í 8. sæti með 12 stig eftir níu leiki.

Í Newcastle áttu heimamenn ekki í vandræðum með Brentford en Newcastle skoraði alls fimm mörk í 5-1 sigri.

Bruno Guimaraes skoraði fysta markið á 21. mínútu áður en Jacob Murphy tvöfaldaði forskot Newcastle sjö mínútum síðar.

Ivan Toney tókst að minnka muninn úr vítaspyrnu skömmu eftir leikhlé en næstu þrjú mörk voru heimamanna. Guimaraes bætti við sínu öðru marki stuttu áður en Miguel Almiron gerði fjórða mark leiksins fyrir Newcastle á 82. mínútu. Fimmta og síðasta mark Newcastle var svo sjálfsmark Ethan Pinnock, leikmanns Bournemouth.

Newcastle fer með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki en Brentford er í 12. sæti með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×