Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 67-68 | Valsmenn mörðu eins stigs sigur í hægum og flötum leik Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. október 2022 20:15 Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar. VÍSIR/BÁRA Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem áhorfendum var boðið upp á í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Haustbragur er engan veginn nógu sterkt orð til að lýsa honum, hann minnti á köflum meira á æfingaleik í ágúst. Það má þó taka einn jákvæðan punkt útúr leiknum en hann var jafn og spennandi allt til loka, munurinn aldrei meiri en 6 stig. Grindvíkingar fengu gullið tækifæri til að stela sigrinum. Jóhann Þór Ólafsson teiknaði upp kerfi en las klukkuna eitthvað vitlaust. Boltinn endaði í höndunum á gríska miðherjanum Gkay Skordilis sem skellti sér í ótímabæran þrist sem geigaði og vonir Grindvíkinga um sigur gufuðu upp. Bæði lið eiga greinilega nokkuð í land með að stilla saman strengi og finna taktinn fyrir veturinn. Grindvíkingar fengu Bandaríkjamanninn David Azore seint til sín og þá bíða þeir enn átekta eftir því að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson taki ákvörðun um hvar hann spilar í vetur. Hjá Val er Kári Jónsson nýkominn af stað eftir meiðsli og virkar ansi ryðgaður, og þá er Callum Lawson á leið til liðsins, væntanlegur á næstu dögum. Af hverju vann Valur? Af tveimur lélegum frammistöðum í kvöld þá áttu Valsmenn ögn skárra kvöld. Þeir tóku marga þrista (37) og settu fjórum fleiri en Grindavík. Þessir þristar voru á köflum stigin sem skildu liðin að þegar bilið breikkaði ögn. Hvað gekk illa? Gekk eitthvað vel í þessum leik? Hverjir stóðu uppúr? Bæði lið voru marflöt í kvöld. Valsmenn geta kannski litið jákvæðum augum á innkomu hins tvítuga Ástþórs Svalasonar, sem skilaði 4 þristum í 7 tilraunum og skilaði góðum mínútum í kvöld. Stigahæstur Valsara var Ozren Pavlovic með 14 stig og bætti við 8 fráköstum. Hjá Grindavík steig Ólafur Ólafsson upp í lokin og setti stóru skotin eins og svo oft áður. Ólafur með smekklega tvöfalda tvennu, 13 skot og 13 fráköst. Þá var einnig ungur leikmaður sem skilaði sínu í kvöld, hinn 19 ára Bragi Guðmundsson sem skoraði 9 stig og virkaði áræðinn og óhræddur undir lokin þegar pressan var á Grindavík. Hvað gerist næst? Bæði lið eru þá með einn sigur og eitt tap í deildinni. Grindvíkingar heimsækja Keflavík þann 20. október og sama kvöld taka Valsmenn á móti Blikum. Við hefðum getað stolið þessu í restina en ég klúðraði því Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Anton „Já og nei. Ég tek það bara algjörlega á mig, ég hélt að það væri bara minna eftir. Ég „sónaði“ bara út og tek það algjörlega á mig. Þetta leit illa út og allt það en við töpuðum leiknum svo sem ekkert á því. En þetta var bara klúður hjá mér,“ sagði Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, um síðasta „play“ Grindavíkur. „Maður þarf bara að spila úr þeim spilum sem maður hefur. Sóknarlega erum við stífir, það er alveg hárrétt. Til þess að sóknarleikur gangi eins og hann á að ganga þarftu að hafa einhvern gæja til að stýra honum eins og þú vilt hafa hann. En það vantar margt annað, eins og t.d. í fyrri hálfleik þá erum við bara seinir í stöður og einhvern veginn bara hægir og það vantar alla ákefð og allt tempó í okkar leik. Það lagaðist aðeins í seinni. En Valsararnir skutu boltanum illa og það í rauninni hélt okkur inni í þessum leik. Við hefðum getað stolið þessu í restina en ég klúðraði því.“ „Já já, fullt. Bragi kom hérna inn með mjög flottar mínútur. Breki var flottur, Ólafur steig upp í restina. Það er fullt af jákvæðum hlutum. Hópurinn okkar er þannig að við erum með tvo íslenska leikmenn sem hafa einhverjar mínútur undir beltinu í efstu deild. Menn eru bara að koma sér af það. En það er bara áfram gakk og næsti leikur. Nú þurfum við að safna kröftum og orku og vera klárir í næstu umferð,“ sagði Jóhann Þór um jákvæða punkta kvöldsins. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Valur
Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem áhorfendum var boðið upp á í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Haustbragur er engan veginn nógu sterkt orð til að lýsa honum, hann minnti á köflum meira á æfingaleik í ágúst. Það má þó taka einn jákvæðan punkt útúr leiknum en hann var jafn og spennandi allt til loka, munurinn aldrei meiri en 6 stig. Grindvíkingar fengu gullið tækifæri til að stela sigrinum. Jóhann Þór Ólafsson teiknaði upp kerfi en las klukkuna eitthvað vitlaust. Boltinn endaði í höndunum á gríska miðherjanum Gkay Skordilis sem skellti sér í ótímabæran þrist sem geigaði og vonir Grindvíkinga um sigur gufuðu upp. Bæði lið eiga greinilega nokkuð í land með að stilla saman strengi og finna taktinn fyrir veturinn. Grindvíkingar fengu Bandaríkjamanninn David Azore seint til sín og þá bíða þeir enn átekta eftir því að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson taki ákvörðun um hvar hann spilar í vetur. Hjá Val er Kári Jónsson nýkominn af stað eftir meiðsli og virkar ansi ryðgaður, og þá er Callum Lawson á leið til liðsins, væntanlegur á næstu dögum. Af hverju vann Valur? Af tveimur lélegum frammistöðum í kvöld þá áttu Valsmenn ögn skárra kvöld. Þeir tóku marga þrista (37) og settu fjórum fleiri en Grindavík. Þessir þristar voru á köflum stigin sem skildu liðin að þegar bilið breikkaði ögn. Hvað gekk illa? Gekk eitthvað vel í þessum leik? Hverjir stóðu uppúr? Bæði lið voru marflöt í kvöld. Valsmenn geta kannski litið jákvæðum augum á innkomu hins tvítuga Ástþórs Svalasonar, sem skilaði 4 þristum í 7 tilraunum og skilaði góðum mínútum í kvöld. Stigahæstur Valsara var Ozren Pavlovic með 14 stig og bætti við 8 fráköstum. Hjá Grindavík steig Ólafur Ólafsson upp í lokin og setti stóru skotin eins og svo oft áður. Ólafur með smekklega tvöfalda tvennu, 13 skot og 13 fráköst. Þá var einnig ungur leikmaður sem skilaði sínu í kvöld, hinn 19 ára Bragi Guðmundsson sem skoraði 9 stig og virkaði áræðinn og óhræddur undir lokin þegar pressan var á Grindavík. Hvað gerist næst? Bæði lið eru þá með einn sigur og eitt tap í deildinni. Grindvíkingar heimsækja Keflavík þann 20. október og sama kvöld taka Valsmenn á móti Blikum. Við hefðum getað stolið þessu í restina en ég klúðraði því Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Anton „Já og nei. Ég tek það bara algjörlega á mig, ég hélt að það væri bara minna eftir. Ég „sónaði“ bara út og tek það algjörlega á mig. Þetta leit illa út og allt það en við töpuðum leiknum svo sem ekkert á því. En þetta var bara klúður hjá mér,“ sagði Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, um síðasta „play“ Grindavíkur. „Maður þarf bara að spila úr þeim spilum sem maður hefur. Sóknarlega erum við stífir, það er alveg hárrétt. Til þess að sóknarleikur gangi eins og hann á að ganga þarftu að hafa einhvern gæja til að stýra honum eins og þú vilt hafa hann. En það vantar margt annað, eins og t.d. í fyrri hálfleik þá erum við bara seinir í stöður og einhvern veginn bara hægir og það vantar alla ákefð og allt tempó í okkar leik. Það lagaðist aðeins í seinni. En Valsararnir skutu boltanum illa og það í rauninni hélt okkur inni í þessum leik. Við hefðum getað stolið þessu í restina en ég klúðraði því.“ „Já já, fullt. Bragi kom hérna inn með mjög flottar mínútur. Breki var flottur, Ólafur steig upp í restina. Það er fullt af jákvæðum hlutum. Hópurinn okkar er þannig að við erum með tvo íslenska leikmenn sem hafa einhverjar mínútur undir beltinu í efstu deild. Menn eru bara að koma sér af það. En það er bara áfram gakk og næsti leikur. Nú þurfum við að safna kröftum og orku og vera klárir í næstu umferð,“ sagði Jóhann Þór um jákvæða punkta kvöldsins.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum