Óður til rafhjólsins Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2022 10:30 Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“. Ég hef ekki alltaf verið svona óvirk, enda búið bæði í Kaupmannahöfn og Hollandi, þar sem hjólreiðamenningin er svo alltumlykjandi að það er menningarsjokk að flytja heim. Mig hefur alltaf dreymt um að geta endurupplifað það frelsi sem felst í hjólreiðum hér á Íslandi. Að geta lifað lífinu og gert það sem ég þarf að gera án þess að þurfa alltaf tvö tonn af málmi til að flytja mig milli staða. Þegar ég flutti aftur frá Hollandi eftir háskólanám var ég þess vegna dugleg að lýsa því yfir að ég ætlaði sko alls ekki að eiga bíl. Ég var staðföst og viss í minni sannfæringu. Boðberi sannleikans. Svo kom fyrsta lægðin. Ég áttaði mig snögglega á því, þar sem ég sat í bíl í einhverskonar krapkenndu syndaflóði á Kringlumýrarbraut, að líklega væru rómantískar hugmyndir mínar um fullkomlega bíllaust líf ekki algjörlega skotheldar. Brekkurnar í Garðabæ hjálpuðu heldur ekki til. Ég hafði talið mig í fínu hjólaformi í hollenska flatlendinu á gírlausa dömuhjólinu mínu, en hin sorglega niðurstaða eftir eina stutta ferð á sama hjóli (sem ég flutti full bjartsýni með mér heim) úr Lundunum niður á Garðatorg var sú að meira að segja Vífilsstaðavegurinn var mér ofviða. Þetta gekk bara ekki upp fyrir mig. Vonlaus draumur. Við konan mín keyptum Ford Kuga (sem enginn getur borið fram án þess að glotta smá), nefndum hann Lella Glans Glans Glans og settum toppbox ofan á og barnabílstól aftur í. Nokkur ár liðu, barnabílstólarnir urðu tveir og hjólið mitt hafði þann eina tilgang að vera fyrir í hjólageymslu blokkarinnar. En samviskubitið plagaði mig allan tímann. Samviskubit gagnvart umhverfinu, gagnvart fyrri yfirlýsingum og gagnvart mínum innri (vissulega lata) hjólreiðaunnanda. Í einu samviskubitskastinu rakst ég á blogg eftir mann sem sagði frá rafhjólinu sínu sem hann hafði notað sem sitt aðalsamgöngutæki í heilan vetur með tvö leikskólabörn. Það var mikil opinberun fyrir mig að átta mig á því að ég gæti eignast hjól sem kæmi mér upp brekkur og sem rúmaði ekki aðeins mig heldur líka stelpurnar mínar tvær. Fræinu var sáð. Síðastliðið sumar, þegar ég hafði fjárhagslegt svigrúm til og þurfti sökum aðstæðna að velja á milli þess að kaupa annan bíl eða hjól, fjárfesti ég í draumahjólinu. Nú næ ég loksins að gera það sem ég vildi gera strax eftir heimkomu frá Hollandi fyrir fimm árum. Ég fer í vinnuna, sæki stelpurnar í skólann og leikskólann, skutla þeirri eldri á æfingu, fer á fundi um allar trissur og skýst í búðina. Allt á hjóli. Það eru komnir naglar undir og regngallinn er alltaf til taks í töskunni framan á. Ég hef líka komist að því að þótt veðrið geti sannarlega verið leiðinlegt á Íslandi þá er alls ekki einhver hamfaralægð alla daga sem réttlætir það að nota bílinn eins og kápu. Innanbæjar eru vegalengdir og ferðatími líka oft styttri en á bíl. Rafmagnshjól eru frábær kostur fyrir fólk eins og mig: Óvirka hjólreiðaunnendur í ekkert stórkostlegu formi sem hafa takmarkaðan áhuga á því að mæta til vinnu með svitabletti undir höndunum og sjálfstraustið í lágmarki. Með rafstuðningi er ég skyndilega hjólagyðja á ný. Í stað þess að þræla mér út svíf ég upp brekkur höfuðborgarsvæðisins eins og ég sé að láta mig líða meðfram Søerne. Ég nota hjólið fyrst og fremst sem samgöngutæki, en ef mig langar í líkamsrækt get ég minnkað stuðninginn frá mótornum. Ég hvet aðra óvirka hjólreiðaunnendur til að skoða þennan möguleika af alvöru. Rafhjól eru snilld fyrir íslenskar aðstæður og síðan er bara svo gaman að hjóla, umhverfisvænt og hressandi. Innviðirnir eru auðvitað ekki fullkomnir, en þeir eru að batna og munu gera það áfram. Veður er svo oftast ekki vesen ef maður á sæmilegan regngalla og vatnsheldan maskara. Þetta er hægt! Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hjólreiðar Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“. Ég hef ekki alltaf verið svona óvirk, enda búið bæði í Kaupmannahöfn og Hollandi, þar sem hjólreiðamenningin er svo alltumlykjandi að það er menningarsjokk að flytja heim. Mig hefur alltaf dreymt um að geta endurupplifað það frelsi sem felst í hjólreiðum hér á Íslandi. Að geta lifað lífinu og gert það sem ég þarf að gera án þess að þurfa alltaf tvö tonn af málmi til að flytja mig milli staða. Þegar ég flutti aftur frá Hollandi eftir háskólanám var ég þess vegna dugleg að lýsa því yfir að ég ætlaði sko alls ekki að eiga bíl. Ég var staðföst og viss í minni sannfæringu. Boðberi sannleikans. Svo kom fyrsta lægðin. Ég áttaði mig snögglega á því, þar sem ég sat í bíl í einhverskonar krapkenndu syndaflóði á Kringlumýrarbraut, að líklega væru rómantískar hugmyndir mínar um fullkomlega bíllaust líf ekki algjörlega skotheldar. Brekkurnar í Garðabæ hjálpuðu heldur ekki til. Ég hafði talið mig í fínu hjólaformi í hollenska flatlendinu á gírlausa dömuhjólinu mínu, en hin sorglega niðurstaða eftir eina stutta ferð á sama hjóli (sem ég flutti full bjartsýni með mér heim) úr Lundunum niður á Garðatorg var sú að meira að segja Vífilsstaðavegurinn var mér ofviða. Þetta gekk bara ekki upp fyrir mig. Vonlaus draumur. Við konan mín keyptum Ford Kuga (sem enginn getur borið fram án þess að glotta smá), nefndum hann Lella Glans Glans Glans og settum toppbox ofan á og barnabílstól aftur í. Nokkur ár liðu, barnabílstólarnir urðu tveir og hjólið mitt hafði þann eina tilgang að vera fyrir í hjólageymslu blokkarinnar. En samviskubitið plagaði mig allan tímann. Samviskubit gagnvart umhverfinu, gagnvart fyrri yfirlýsingum og gagnvart mínum innri (vissulega lata) hjólreiðaunnanda. Í einu samviskubitskastinu rakst ég á blogg eftir mann sem sagði frá rafhjólinu sínu sem hann hafði notað sem sitt aðalsamgöngutæki í heilan vetur með tvö leikskólabörn. Það var mikil opinberun fyrir mig að átta mig á því að ég gæti eignast hjól sem kæmi mér upp brekkur og sem rúmaði ekki aðeins mig heldur líka stelpurnar mínar tvær. Fræinu var sáð. Síðastliðið sumar, þegar ég hafði fjárhagslegt svigrúm til og þurfti sökum aðstæðna að velja á milli þess að kaupa annan bíl eða hjól, fjárfesti ég í draumahjólinu. Nú næ ég loksins að gera það sem ég vildi gera strax eftir heimkomu frá Hollandi fyrir fimm árum. Ég fer í vinnuna, sæki stelpurnar í skólann og leikskólann, skutla þeirri eldri á æfingu, fer á fundi um allar trissur og skýst í búðina. Allt á hjóli. Það eru komnir naglar undir og regngallinn er alltaf til taks í töskunni framan á. Ég hef líka komist að því að þótt veðrið geti sannarlega verið leiðinlegt á Íslandi þá er alls ekki einhver hamfaralægð alla daga sem réttlætir það að nota bílinn eins og kápu. Innanbæjar eru vegalengdir og ferðatími líka oft styttri en á bíl. Rafmagnshjól eru frábær kostur fyrir fólk eins og mig: Óvirka hjólreiðaunnendur í ekkert stórkostlegu formi sem hafa takmarkaðan áhuga á því að mæta til vinnu með svitabletti undir höndunum og sjálfstraustið í lágmarki. Með rafstuðningi er ég skyndilega hjólagyðja á ný. Í stað þess að þræla mér út svíf ég upp brekkur höfuðborgarsvæðisins eins og ég sé að láta mig líða meðfram Søerne. Ég nota hjólið fyrst og fremst sem samgöngutæki, en ef mig langar í líkamsrækt get ég minnkað stuðninginn frá mótornum. Ég hvet aðra óvirka hjólreiðaunnendur til að skoða þennan möguleika af alvöru. Rafhjól eru snilld fyrir íslenskar aðstæður og síðan er bara svo gaman að hjóla, umhverfisvænt og hressandi. Innviðirnir eru auðvitað ekki fullkomnir, en þeir eru að batna og munu gera það áfram. Veður er svo oftast ekki vesen ef maður á sæmilegan regngalla og vatnsheldan maskara. Þetta er hægt! Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar