Auglýsum launin! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun