Ástand í búfjáreftirliti háalvarlegt varðandi dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2022 14:01 Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar