Fagbréf atvinnulífsins – sýnileiki og vottun Eyrún Björk Valsdóttir skrifar 28. október 2022 17:01 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun