Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar 5. júlí 2025 13:01 Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun