Enski boltinn

Newcastle fór létt með Southampton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Newcastle hefur spilað frábærlega á tímabilinu.
Newcastle hefur spilað frábærlega á tímabilinu. Robin Jones/Getty Images

Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

Það strax ljóst hvort liðið væri í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og hvort liðið væri að reyna hrista falldrauginn af sér þegar Southampton tók á móti Newcastle í dag.

Miguel Almiron hefur verið frábær undanfarnar vikur og sá hann til þess að gestirnir voru 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari bættu Chris Wood og Joe Willock við mörkum áður en Romain Perraud minnkaði muninn. Bruno Guimarães átti þó síðasta orðið og sá til þess að Newcastle vann þægilegan 4-1 sigur.

Newcastle fer þar með upp í 3. sætið með 27 stig eftir 14 leiki á meðan Southampton er í 18. sæti með 12 stig.

Lundúnaliðin West Ham og Crystal Palace áttust einnig við í dag. Saïd Benrahma kom Hömrunum yfir en Wilfred Zaha jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið á hinn unga Michael Olise þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lokatölur 2-1 og Palace komið upp í 9. sæti með 19 stig á meðan West Ham er í 15. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×