Þolendum mansals refsað Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 21. nóvember 2022 11:30 Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Þetta eru tveggja til fjögurra barna mæður sem gengu að því „tilboði“ að flytja vímuefni til Íslands. Fyrir viðvikið áttu þær að fá um 2.000 evrur en hvort sem þeim tekst ætlunarverkið eða þær enda í fangelsi þá fá þær að sjálfsögðu aldrei greitt. Þetta eru konur í hrikalegri stöðu sem saman deila sorgum sínum á Hólmsheiði þar sem þær reyna eftir fremsta megni að halda reglubundnum samskiptum við fjölskyldur sínar heima fyrir Íslendingar eru þröngsýn þjóð þegar litið er yfir fjöldann og ég veit að flest hugsa með sér að konurnar eigi allt slæmt skilið þar sem þær reyndu að eitra fyrir íslenskum ungmennum og létu sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar voru af gjörðum sínum. En auðvitað höfðu þær ekkert val og fáir Íslendingar sem geta sett í spor þessara kvenna eða annarra sem þvinguð eru til þess að fara í ferðir sem slíkar. Oftar en ekki eru konur í þessari stöðu að fara á algjörlega ókunnar slóðir og skilja fjölskylduna eftir. Þær óttast um líf sitt á ferðalaginu og ekki síður um líf fjölskyldu sinnar heima, hvað muni gerast ef þær verði handteknar og hvort einhver í heimalandinu muni bíða skaða þess vegna. Ótti þeirra er ekki ástæðulaus og heimurinn sem þær lifa í er langtum verri en flestir geta ímyndað sér. Við Íslendingar tölum gjarnan mikið og um þessar mundir eru hugtök á borð við þolendur, mansal og heimilisofbeldi ofarlega á baugi. Ofbeldi gagnvart konum skal réttilega ekki liðið og þolendur skal byggja upp og leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í málum sem höfðuð eru gegn gerendum. Ekki skuli refsa þolendum. Þetta er allt saman jákvætt, nema auðvitað að þetta gildir bara fyrir íslenskar konur. Ef þær koma frá útlöndum skulu þær sæta gæsluvarðhaldi, einangrun um tíma, og svo afplánun áður en þeim er vísað úr landi eða þær settar út á gangstéttina, peninga- og símalausar og án nokkurra leiðbeininga um það hvernig þær geti bjargað sér í ókunnu landi. Í langflestum tilfellum aðstoða ekki einu sinni lögmenn þeirra því þeir fá ekki lengur greitt frá ríkinu eftir að máli líkur fyrir dómi. Segja má að íslenskt samfélag taki þátt í ofbeldinu á þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki þjáist af áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi og gríðarlegu varnarleysi. Enga hjálp er að fá og við hjá Afstöðu sjáum sjaldan tættara fólk en þessar konur. Í nánast öllum málum sem þessum er magn og styrkleiki vímuefna sambærilegur. Vitað er að þær fá 12 til 15 mánaða dóm sem ætti að hafa í för með sér að þær gætu greitt skuld sína samfélaginu með svonefndri samfélagsþjónustu. Það er hins vegar ekki möguleiki því að þær sæta gæsluvarðhaldi. Ef um væri að ræða íslenskar konur þá yrði þeim aldrei haldið í gæsluvarðhaldi nema í mesta lagi viku eða tvær. Og hvers vegna mótmæla lögmenn þeirra ekki og reyna að fá þeim til handa vægari úrræði á borð við farbann. Það skýrist af því að í langflestum tilfellum eru þetta lögmenn sem lögreglan hefur handvalið og kallaðir eru löggulögmenn. Þeir hafa öruggar tekjur af þessum erlendu konum á meðan óbreytt ástand er við lýði. Á meðan er brotið gegn réttaröryggi þessara kvenna og varpa má upp spurningum um það hvort það sé ekki eitthvað óeðlilegt í samskiptum lögreglu og umræddra lögmanna. Að mati okkar hjá Afstöðu er eitt í stöðunni. Setja þarf á staðlaða dóma fyrir mál sem þessi og miðað við magn vímuefna. Þá er hægt að flýta öllu ferlinu og dæma í málum burðardýra sem jafnframt eru fórnarlömb mansals strax í þeirri viku sem þau koma til landsins. Burðardýrin geta tekið út dóminn í samfélagsþjónustu en sætt farbanni á sama tíma og þannig munu þau ekki þurfa að taka út tvöfalda refsingu, skattgreiðendur þurfa að greiða mun minna, biðlistar í fangelsi styttast og bæði er hægt að veita umræddum burðardýrum meiri aðstoð og styðja við þau áður en þau snúa aftur heim til barna sinna, með endurkomubann til Íslands. Reynum í alvöru að gera kerfið skilvirkara og þolendavænna á allan hátt, ekki eingöngu fyrir Íslendinga. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Þetta eru tveggja til fjögurra barna mæður sem gengu að því „tilboði“ að flytja vímuefni til Íslands. Fyrir viðvikið áttu þær að fá um 2.000 evrur en hvort sem þeim tekst ætlunarverkið eða þær enda í fangelsi þá fá þær að sjálfsögðu aldrei greitt. Þetta eru konur í hrikalegri stöðu sem saman deila sorgum sínum á Hólmsheiði þar sem þær reyna eftir fremsta megni að halda reglubundnum samskiptum við fjölskyldur sínar heima fyrir Íslendingar eru þröngsýn þjóð þegar litið er yfir fjöldann og ég veit að flest hugsa með sér að konurnar eigi allt slæmt skilið þar sem þær reyndu að eitra fyrir íslenskum ungmennum og létu sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar voru af gjörðum sínum. En auðvitað höfðu þær ekkert val og fáir Íslendingar sem geta sett í spor þessara kvenna eða annarra sem þvinguð eru til þess að fara í ferðir sem slíkar. Oftar en ekki eru konur í þessari stöðu að fara á algjörlega ókunnar slóðir og skilja fjölskylduna eftir. Þær óttast um líf sitt á ferðalaginu og ekki síður um líf fjölskyldu sinnar heima, hvað muni gerast ef þær verði handteknar og hvort einhver í heimalandinu muni bíða skaða þess vegna. Ótti þeirra er ekki ástæðulaus og heimurinn sem þær lifa í er langtum verri en flestir geta ímyndað sér. Við Íslendingar tölum gjarnan mikið og um þessar mundir eru hugtök á borð við þolendur, mansal og heimilisofbeldi ofarlega á baugi. Ofbeldi gagnvart konum skal réttilega ekki liðið og þolendur skal byggja upp og leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í málum sem höfðuð eru gegn gerendum. Ekki skuli refsa þolendum. Þetta er allt saman jákvætt, nema auðvitað að þetta gildir bara fyrir íslenskar konur. Ef þær koma frá útlöndum skulu þær sæta gæsluvarðhaldi, einangrun um tíma, og svo afplánun áður en þeim er vísað úr landi eða þær settar út á gangstéttina, peninga- og símalausar og án nokkurra leiðbeininga um það hvernig þær geti bjargað sér í ókunnu landi. Í langflestum tilfellum aðstoða ekki einu sinni lögmenn þeirra því þeir fá ekki lengur greitt frá ríkinu eftir að máli líkur fyrir dómi. Segja má að íslenskt samfélag taki þátt í ofbeldinu á þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki þjáist af áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi og gríðarlegu varnarleysi. Enga hjálp er að fá og við hjá Afstöðu sjáum sjaldan tættara fólk en þessar konur. Í nánast öllum málum sem þessum er magn og styrkleiki vímuefna sambærilegur. Vitað er að þær fá 12 til 15 mánaða dóm sem ætti að hafa í för með sér að þær gætu greitt skuld sína samfélaginu með svonefndri samfélagsþjónustu. Það er hins vegar ekki möguleiki því að þær sæta gæsluvarðhaldi. Ef um væri að ræða íslenskar konur þá yrði þeim aldrei haldið í gæsluvarðhaldi nema í mesta lagi viku eða tvær. Og hvers vegna mótmæla lögmenn þeirra ekki og reyna að fá þeim til handa vægari úrræði á borð við farbann. Það skýrist af því að í langflestum tilfellum eru þetta lögmenn sem lögreglan hefur handvalið og kallaðir eru löggulögmenn. Þeir hafa öruggar tekjur af þessum erlendu konum á meðan óbreytt ástand er við lýði. Á meðan er brotið gegn réttaröryggi þessara kvenna og varpa má upp spurningum um það hvort það sé ekki eitthvað óeðlilegt í samskiptum lögreglu og umræddra lögmanna. Að mati okkar hjá Afstöðu er eitt í stöðunni. Setja þarf á staðlaða dóma fyrir mál sem þessi og miðað við magn vímuefna. Þá er hægt að flýta öllu ferlinu og dæma í málum burðardýra sem jafnframt eru fórnarlömb mansals strax í þeirri viku sem þau koma til landsins. Burðardýrin geta tekið út dóminn í samfélagsþjónustu en sætt farbanni á sama tíma og þannig munu þau ekki þurfa að taka út tvöfalda refsingu, skattgreiðendur þurfa að greiða mun minna, biðlistar í fangelsi styttast og bæði er hægt að veita umræddum burðardýrum meiri aðstoð og styðja við þau áður en þau snúa aftur heim til barna sinna, með endurkomubann til Íslands. Reynum í alvöru að gera kerfið skilvirkara og þolendavænna á allan hátt, ekki eingöngu fyrir Íslendinga. Höfundur er formaður Afstöðu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun